Lambakjöt

Grillaðar lambalundir með paprikusalsa

Spreyið paprikurnar með smjörspreyi og grillið við mikinn hita í 5-7 mín eða þar til paprikurnar eru orðnar alveg svartar. Setjið þá paprikurnar í plastpoka í 5 mín. Skolið þá allt brennda hýðið af undir köldu rennandi vatni. Kjarnhreinsið paprikurnar og skerið í sneiðar. Hitið 2 msk af olíu á pönnu og kraumið laukinn í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá restinni sem er í uppskriftinni á pönnuna og kraumið í 2 mín. Berið lundirnar fram með paprikusalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum. Uppskrift þessi kemur fram í
Lesa meira

Grillað lambafille með kryddjurta-jógúrtsósu

Setjið allt nema salt í skál og geymið í kæli í 2-24 klst. Strjúkið þá það mesta af olíunni af kjötinu og geymið. Grillið á milliheitu grilli í 10-12 mín. Snúið kjötinu reglulega og penslið það með restinni af olíunni á meðan grillað er og saltið að lokum.
Lesa meira

Marokósk ættaður lambapottréttur með kanil og broddkúmen í tómatsósu

Blandið öllum kryddum og salti saman og veltið lambagúllasinu upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í olíu á stórri hárri pönnu við mikinn hita í 4-5 mín eða þar til kjötið er brúnað. Bætið þá hvítlauknum, lauknum, gulrótunum, selleríi og papriku á pönnuna og steikið í 3 mín í viðbót. Bætið þá niðursoðnum tómötum og tómatpurre á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.
Lesa meira

“Rub” kryddlagðar lambakótelettur

Blandið öllu saman í skál og nuddið kjötið með kryddinu 1 klst fyrir grillun. Hitið grillið.
Lesa meira

Lamb á spjóti

Ein besta samloka í heimi er kjötspjót á baguette samloku með sýrðum rjóma og ögn af klettasalati. Bætið vel af salati með spjótunum. Líka er hægt að skipta út grænmeti fyrir kartöflur og ávexti til að krydda tilveruna.
Lesa meira

Pottsteik með grænmeti

Gamli potturinn hefur ekki misst sjarmann, hvort sem er í ofn eða grill. Ástæðan, jú því grænmetið og kjötsafinn samlagast í fullkomna sósu, og svo skemmir ekki að gefa þessu góðan tíma à lágum hita, þá verður kjötið meyrt og mjúkt.
Lesa meira

Lamba innralæri í saltdeigi

Saltdeig er áskorun fyrir alvöru sælkera!
Lesa meira

Lambakótilettur með bökuðum hvítlauk

Þessi réttur er svakalega góður og hægt að nota hvort sem er pönnu eða grill til að græja hann. Berið fram með kartöflum og grænmeti eða bara því sem ykkur finnst best!
Lesa meira

Lambahryggvöðvi með blóðbergi

Hægt er að grilla eða steikja hryggvöðvann, mælum með 2 mín. á hvorri hlið. Penslið með kryddleginum jafn óðum,kryddið með salti og pipar og berið fram með villisveppum og fersku salati.
Lesa meira