Grísakjöt

Kjarnafæði býður uppá flestar þær afurðir úr grísakjöti sem þekkjast á íslenskum neytendamarkaði. Eins og í öðrum vörum er leitast við að fækka óþolsvöldum og aukefnum. Hægt er að fá grísakjötið bæði ferskt og kryddað í flestum tilvikum og hafa kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis fundið mjög svo bragðgóða kryddlegi sem henta einstaklega vel með grísakjöti. Fyrir nánari upplýsingar um grísakjötið og pantanir á því, endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400. Athugaðu að vörulistinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.