Lambakjöt

Það eru fáar ef einhverjar þjóðir sem geta boðið landsmönnum sínum uppá eins gott og heilnæmt lambakjöt og Ísland. Lambið eyðir sumrinu í náttúru Íslands sem er bæði krefjandi en jafnframt gjöful af ýmsum jurtum og fersku grasi. Einnig eru margar hreinar og tærar vatnslindir á heiðum og úthögum Íslands og það gerir kjötið eitt af því besta í heimi. Kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis gera lambakjötinu hátt undir höfði og framleiða úr því hágæða vöru sem fyrirtækið er stolt af. Hægt er að fá ýmsar gerðir af kryddlegi á lambakjötið en dæmi af þeim má sjá hér fyrir neðan. Fyrir nánari upplýsingar eða pantanir endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400. Athugaðu að listinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.