Grillað lambafille með kryddjurta-jógúrtsósu

Uppskriftin er fyrir 4

 

½  dl olía

1 kg lambafille með fitu

1 ½ tsk nýmalaður pipar

2 tsk blóðberg eða timjan

1 tsk rósmarínnálar, smátt saxaðar

1 ½ tsk salt flögur

Setjið allt nema salt í skál og geymið í kæli í 2-24 klst. Strjúkið þá það mesta af olíunni af kjötinu og geymið. Grillið á milliheitu grilli í 10-12 mín. Snúið kjötinu reglulega og penslið það með restinni af olíunni á meðan grillað er og saltið að lokum.

 

Kryddjurta- jógúrtsósa

 

3 dl grískt jógúrt

2 hvítlauksgeirar

1 msk blóðberg eða timjan

½ búnt basil

2 msk steinselja

1-2 msk sítrónusafi

1 msk ljóst edik

1 msk hlynsíróp

2 msk furuhnetur

2 msk rifinn parmasanostur

Salt og nýmalaður pipar

 

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Berið lambafilleið fram með kryddjurtasósunni og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.