Marokósk ættaður lambapottréttur með kanil og broddkúmen í tómatsósu

Blandið öllum kryddum og salti saman og veltið lambagúllasinu upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í olíu á stórri hárri pönnu við mikinn hita í 4-5 mín eða þar til kjötið er brúnað. Bætið þá hvítlauknum, lauknum, gulrótunum, selleríi og papriku á pönnuna og steikið í 3 mín í viðbót. Bætið þá niðursoðnum tómötum og tómatpurre á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.

Fyrir 4-5

  • 800 g lambagúllas
  • 1 tsk paprikuduft
  • ¾ tsk kanill, steyttur
  • 1 ½ tsk broddkúmen, steytt
  • 2 msk oreganó
  • 1 tsk chili duft
  • 1 tsk nýmalaður pipar
  • 1 msk kórianderfræ, steytt
  • 1 msk salt
  • 3 msk olía
  • 2 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
  • 1 ½ laukur, skorinn í báta
  • 4 gulrætur í bitum
  • 3 sellerístilkar í bitum
  • 1 paprika i bitum
  • 2 msk tómatpurre
  • 6 dl niðusoðnir tómatar í dós
  • 300 g svartar niðursoðnar baunir í dós, safinn sigtaður frá
  • 3 msk kóriander smátt saxaður, má sleppa

Aðferð:

Blandið öllum kryddum og salti saman og veltið lambagúllasinu upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í olíu á stórri hárri pönnu við mikinn hita í 4-5 mín eða þar til kjötið er brúnað. Bætið þá hvítlauknum, lauknum, gulrótunum, selleríi og papriku á pönnuna og steikið í 3 mín í viðbót. Bætið þá niðursoðnum tómötum og tómatpurre á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín. Bætið þá baununum saman við og sjóðið í 3 mín til viðbótar. Smakkið til með salti og pipar. Stráið kóriander yfir og berið fram með t.d. salati og hvitlauksbrauði.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: