Lambahryggvöðvi með blóðbergi

Lambahryggvöðvi með blóðbergi
Lambahryggvöðvi með blóðbergi

Hægt er að grilla eða steikja hryggvöðvann, mælum með 2 mín. á hvorri hlið. Penslið með kryddleginum jafn óðum,kryddið með salti og pipar og berið fram með villisveppum og fersku salati.

Innihald:

  • 4 stk. lambahryggvöðvi
  • Kryddlögur:
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 20 ml soya sósa
  • 20 ml sítrónu safi og börkur
  • 3 msk. dijon sinnep
  • 2 msk. hunang
  • 2 greinar blóðberg

Aðferð:
 
LambahryggvöðviAfhýðið hvítlauk og pressið. Blandið soya sósu, hvítlauk,
sítrónusafa og börk, dijon sinnepi, hunangi og blóðbergi
saman ískál. Kryddlöginn má geyma í ísskáp í kæli í 1-2
daga fyrir notkun.

Grillið eða steikið hryggvöðvana í um 2 mín. á hvorri hlið
og penslið með kryddleginum jafn óðum,kryddið með salti
og pipar og berið fram með villisveppum og fersku salati.
 

Verði ykkur að góðu!
 

Frekari upplýsingar: