Lambakjöt

Heiðalamb með hunangsgljáðum gulrótum og camembert kartöflugratíni

Lesa meira

Smalabaka

Hér á eftir fer uppskrift að ljúffengri Smalaböku frá Geraldi Häsler. Þar notar hann lambahakk frá okkur í Kjarnafæði en auðvitað má einnig nota nautgripahakk. Við skorum þó á þig að nota lambahakk þar sem diskurinn heitir eftir Shepherd's pie sem er svo sannarlega ekki slík nema að notað sé lambahakk.
Lesa meira

Sítrónu, rósmarín og kaperslegnar og grillaðar lambalærisneiðar með kryddsmjöri

Sítrónu, rósmarín og kaperslegnar og grillaðar lambalærisneiðar með kryddsmjöri. Í þætti 26 í Kjarnafæði sjónvarpinu eldar Úlfar eftir þessari uppskrift.
Lesa meira

Grilluð lambamjöðm bbq með melónu og mangósalsa

Grilluð lambamjöðm bbq með melónu og mangósalsa. Í þætti 24 í Kjarnafæði sjónvarpinu má sjá Úlfar elda þessa uppskrift.
Lesa meira

Grilluð lambamjöðm með kryddolíu

Grilluð lambamjöðm með kryddolíu. Finna má þátt með uppskriftinni í Kjarnafæðisjónvarpinu undir þætti 24.
Lesa meira

Lambagrillsneiðar með kryddsmjöri

Lambagrillsneiðar með kryddsmjöri. Þessa uppskrift má finna í Kjarnafæðisjónvarpinu, þætti 23. frá 10. ágúst 2016.
Lesa meira

Lambalæri bbq með kryddsmjöri

Skerið göt á lærið með hníf með jöfnu millibili og stingið hvítlauknum í götin. Kryddið lærið að innan og utan með bbq kryddinu. Vefjið hreinum blómaskreytingavír þétt utanum lærið. Þræðið lærið á grilltein og látið snúast á milliheitu gasgrillinu í 1 ½ -2 klst. Penslið lærið 2-3 sinnum með bbq sósunni síðustu 10 mínúturnar. Ef þið eruð ekki með grilltein má setja lærið á grillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitt hvoru megin við lærið. Snúið lærinu reglulega.
Lesa meira

Grillaðar lambakótilettur með tómatsalsa

Allt sett í skál og blandað vel saman. Veltið kótilettunum upp úr kryddleginum og grillið á vel heitu grilli í 4-5 mín á hvorri hlið. Berið kótiletturnar fram með tómatsalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Kryddið hrygginn að innan og utan ásamt lundunum með salti og pipar. Leggið helminginn af kryddjurtunum og sítrónuberkinum innan í hrygginn og leggið lundirnar eftir endilöngu. Þá er restin af kryddjurtunum og sítrónuberkinum sett ofan á lundirnar. Mótið rúllu úr hryggnum og vefjið hreinum blómavír þétt utan um hrygginn. Þræðið hrygginn upp á grilltein og grillið á milliheitu grilli í 1 klst. með snúningi. Ef þið eigið ekki grill með snúningsteini þá má setja hrygginn á álgrillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitthvorumegin við hrygginn og grilla í 1 klst. Snúið hryggnum reglulega.
Lesa meira

Grillað lambaprime með BBQ Blues sósu

Setjið allt í skál nema bbq sósuna og blandið vel saman. Grillið fyrst við mikinn hita í 3-4 mín eða þar til kjötið er fallega brúnað. Lækkið þá hitann eða hækkið grindina og grillið í 8-10 mín í viðbót. Penslið kjötið með bbq sósunni öðru hverju síðustu 3-4 mínúturnar. Berið kjötið fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira