Lambakótilettur með bökuðum hvítlauk

Lambakótilettur með bökuðum hvítlauk
Lambakótilettur með bökuðum hvítlauk

Þessi réttur er svakalega góður og hægt að nota hvort sem er pönnu eða grill til að matreiða hann. Berið fram með kartöflum og grænmeti eða bara því sem ykkur finnst best!

Innihald:

  • 8 stk. stórar lambakótilettur
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 3 msk. dijon sinnep
  • ólífuolía
  • salt og pipar
  • 100 ml sweet soya sósa
  • 1 grein garðablóðberg

Aðferð:
 

Afhýðið hvítlauksgeira skerið þunnt, steikið kótiletturnar á báðum hliðum og
kryddið með salti og pipar. Setjið síðan inn í heitan ofn í 10 mín. eða lengur eftir
stærð sneiðanna.

Svo er þetta tilvalið á grillið, penslið með sætri soya sósu og hvítlauksolíu.


Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: