Sítrónu, rósmarín og kaperslegnar og grillaðar lambalærisneiðar með kryddsmjöri

Fyrir 4

  • 1 kg lambalærisneiðar
  • ½ dl olía
  • 1 msk rósmarín, smátt saxað
  • 10 kapers, smátt saxað
  • 1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 4 msk steinselja, smátt söxuð
  • Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
  • Safinn úr hálfri sítrónu
  • 1 ½ tsk nýmalaður pipar
  • 2 tsk saltflögur

Setjið allt í skál nema salt og geymið í kæli í 2-24 klst. Takið þá kjötið úr kælinum og látið það ná stofuhita. Strúkið það mesta af olíunni af kjötinu og grillið við mikinn hita í 2 mín á hvorri hlið. Lækkið í miðlungshita og grillið í 8 mín í viðbót. Saltið.

Berið sneiðarnar fram með kryddsmjörinu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.

Sítrónu, rósmarín og kaperssmjör

  • 250 g smjör við stofuhita
  • 10-15 kapers
  • 1 msk rósmarín, smátt saxað
  • 1 dl steinselja, gróft söxuð
  • Safinn úr ½ sítrónu
  • Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk pipar

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel