Lambagrillsneiðar með kryddsmjöri

Fyrir 4

1,2 kg lambagrillsneiðar
4 msk olía
1 msk grillkrydd

Penslið kjötið með olíu og kryddið með grillkryddinu. Grillið á milliheitu grilli í 10 mín, snúið kjötinu reglulega.

Berið kjötið fram með kryddsmjörinu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.

Kryddsmjör

  • 250 g smjör við stofuhita
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 1-2 msk sítrónusafi
  • ½ tsk Worcestershire sósa
  • ½ tsk nautakjötkraftur
  • 1 msk timjanlauf
  • 1 msk basillauf
  • ½ msk rósmarín
  • ½ tsk pipar
  • ¾ tsk salt

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel saman.