Grilluð lambamjöðm bbq með melónu og mangósalsa

Fyrir 4

0,8 - 1 kg lambamjaðmir
½ dl olía
1 msk BBQ & GRILL MESQUITE krydd
1 + 2 dl BBQ sósa frá Hotspot
Allt nema bbq sósan sett í skál og blandað vel saman

Grillið á milliheitu grilli í 12-15 mín. Snúið kjötinu reglulega. Penslið þá kjötið með 1 dl af bbq sósunni og grillið í 2-3 mín í viðbót. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með restinni af bbq sósunni, melónu og mangósalsa og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.

Melónu og mangósalsa

  • ½ mangó, skrældur og skorinn í litla teninga
  • 3 dl melóna eftir smekk, skorin í litla teninga
  • 1 dl minta, smátt söxuð
  • 1 dl kóriander, smátt saxað
  • 1/3 chilli, steinlaust og smátt saxað
  • 1 tsk broddkúmen, steytt
  • Safinn úr ½ sítrónu
  • 1 msk olía

Allt sett í skál og blandað vel saman