Grillaðar lambakótilettur með tómatsalsa

Fyrir 4

1200-1400 g lambakótilettur

 

Kryddhjúpur

1 tsk chilliduft

1 tsk kúmín, steytt

1 tsk kórianderfræ, steytt

1 tsk múskat

1/3 tsk kanilduft

1 tsk nýmalaður pipar

4 msk fínt saxað oreganó eða 2 msk þurrkað

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1 ½ tsk saltflögur

½ dl olía

Allt sett í skál og blandað vel saman. Veltið kótilettunum upp úr kryddleginum og grillið á vel heitu grilli í 4-5 mín á hvorri hlið. Berið kótiletturnar fram með tómatsalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.

 

Tómatsalsa

3 plómutómatar, skornir í litla teninga

2/3 rauðlaukur, smátt saxaður

1/3 chilli, smátt saxað

1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður

2-3 msk kóriander, gróft saxað

1-2 msk oreganó, gróft saxað eða 1 ½ msk þurrkað

2 msk sítrónusafi

1-2 tsk kúmín, steytt

4 msk góð olía

Salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman