Fréttir

Verið velkomin á bás Kjarnafæðis á Stóreldhúsinu 2017

Lesa meira

Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins

Klúbbur matreiðslumeistara sem Kjarnafæði er samastarfsaðili að hélt glæsilega keppni um Kokk ársins 2017 í síðustu viku sem endaði með úrslitakeppni á laugardaginn. Eftir harða og mikla keppni þar sem bestu kokkar landsins mættust voru það aðeins fimm af þeim bestu sem elduðu á laugardaginn.
Lesa meira

Kjarnafæði tekur upp pappírslaus viðskipti

Kæri viðskiptavinur, Frá og með 1. september hefur Kjarnafæði tekið upp pappírslaus viðskipti náttúrunni til heilla. Við vinnum að því að gera rekstur okkar sem umhverfisvænastan og er þetta liður í því. Frá og með þessum degi höfum við því tekið upp rafrænar sendingar á reikningum.
Lesa meira

UMF Sölvi Kjarnafæðimeistarar 2017

Kjarnafæði deild Knattspyrnudómarafélags Norðurlands var spiluðu í allt sumar og henni lauk í gærkvöldi. Þar höfðu sigur UMF Sölvi eftir skemmtilegan úrslitaleik gegn FC Úlfunum 010 sem endaði 4:1. Það voru svo enn fleiri leikir í gærkvöldi sem má lesa nánar um hér fyrir neðan. Kjarnafæði vill óska UMF Sölva til hamingju með sigurinn, þá viljum við þakka öllum liðunum fyrir þátttökuna í sumar og að síðustu KDN fyrir frábært samstarf.
Lesa meira

Hundurinn Ottó er 10 ára

Við í Kjarnafæði fengum skemmtilega beiðni í vikunni um að gera gjafabréf fyrir Ottó. Vanalega er það ekki til frásögu færandi að gera gjafabréf og ekkert athugavert við það. Í þetta skiptið var það þó alveg einstakt því Ottó er hundur en aldrei áður hjá þessu 32 ára fjölskyldufyrirtæki hefur verið gert gjafabréf fyrir hund svo vitað sé. Eins og sjá má á myndinni þá virtist Ottó alveg himinlifandi og hlökkum við mikið til í að heyra í Ottó og vita hvað verður fyrir valinu.
Lesa meira

Kjarnafæðismótið í körfubolta (myndir)

Lesa meira

Jólakveðja frá Kjarnafæði

Kæru landsmenn Við viljum nýta tækifærið sem þessar hátíðir gefa okkur og þakka fyrir öll samskiptin og viðskiptin á árinu sem er senn að líða. Vonandi gefst tími nú til að slappa af í faðmi fjölskyldu eða vina og njóta stundanna þó frídagarnir hafi kannski oft verið fleiri í kringum hátíðarnar!
Lesa meira

Kokkalandsliðið stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum

Íslenska kokkalandsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi um síðustu helgi og í vikunni sem er að líða. Kokkarnir stóðu sig frábærlega eins og við var að búast enda liðið uppfullt af hæfileikum.
Lesa meira

Gull og silfur til kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum

Íslenska kokkalandsliðið fór vel af stað um helgina á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fer í Þýskalandi. Það fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt en keppt var í gær, sunnudag.
Lesa meira

Kokkalandsliðið á leið á Ólympíuleikana

Kokkalandslið Íslands með nokkra af færustu kokkum landsins er á leið á Ólympíuleikana sem fram fer að þessu sinni í Þýskalandi. Kjarnafæði er afar stoltur samstarfsaðili Kokkalandsliðsins og vonar auðvitað að okkar fólk komi heim með gullverðlaun um hálsinn.
Lesa meira