Verið velkomin á bás Kjarnafæðis á Stóreldhúsinu 2017

Starfsfólk stóreldhúsa getur prentað þennan boðsmiða út
Starfsfólk stóreldhúsa getur prentað þennan boðsmiða út

Starfsfólk Kjarnafæðis vill bjóða ykkur viðskiptavinir góðir, velkomna á bás okkar á Stóreldhúsinu 2017 sem haldið er í Laugardalshöll dagana 26. og 27. október. Eins og undanfarin ár verðum við í Kjarnafæði með nóg af veitingum, bæði mat og drykk. Hægt er að prenta út boðskortið sem fylgir með þessari frétt og fjölfalda fyrir starfsfólk ykkar í stóreldhúsum bæði stórum sem smáum!

Við ætlum að kynna nýja vöru til leiks og er eftirvænting okkar mikil að sjá hvernig þið bregðist við henni. Við viljum ekki gefa of mikið uppi en hvetjum ykkur einfaldlega til að heimsækja okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur og ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við söludeild okkar í síma 460-7400.