Kjarnafæði endurnýjar samstarfssamning við KM

Við undirskrift samnings KM og Kjarnafæði
Við undirskrift samnings KM og Kjarnafæði

Kjarnafæði endurnýjaði á dögunum samstarfssamning sinn við Klúbb matreiðslumanna og Kokkalandsliðið í tilefni af aðalfundi KM sem haldin var á Siglufirði. Kjarnafæði hefur í rúman áratug verið stoltur samstarfsaðili þeirra og heldur nú áfram næstu þrjú árin að styðja við bakið á íslenskri matargerð í hæsta gæðaflokki. Kjarnafæði telur samstarfið afar mikilvægt rétt eins og það er KM og Kokkalandsliðinu en Björn Bragi Bragason forseti KM hafði þetta að segja á vef Veitingageirans;

„Við njótum þess að vera í samstarfi við Kjarnafæði sem útvegar okkur ár eftir ár úrvals hráefni til æfnga Kokkalandsliðsins og styður okkur með öllum ráðum. Sannarlega forréttindi að þekkja frábært starfsfólk og eigendur Kjarnafæðis og vita af stuðningnum sem er okkur svo miklvægur og í raun ómetanlegur.“

Það má lesa frekari viðbrögð Björns Braga við samningnum á Veitingageirinn.is 

Kjarnafæði vill þakka KM fyrir frábærar móttökur á Siglufirði og jafnframt fyrir magnað samstarf undanfarin ár með von um áframhaldandi góða samvinnu. KM og þá sérstaklega Kokkalandsliðið er bæði Kjarnafæði og þjóðinni allri mjög mikilvægt í matarmenningu okkar og þegar kemur að ferðamannaiðnaðinum. Íslensk matargerð trekkir að og heldur í ferðamenn ásamt því að skapa nýjar menningahefðir hér á landi.

Á myndinni má sjá hluta þess hóps KM sem fundaði á Siglufirði en fremst eru áðurnefndur formaður Björn Bragi ásamt fulltrúum Kjarnafæðis Helgu Sif Eiðsdóttir sem heldur á barni sínu og Andrésar Vilhjálmssonar, Móeiði Kristínu Andrésdóttur og Ólafur Már Þórisson.