Jólakveðja frá starfsfólki Kjarnafæði

Starfsfólk Kjarnafæðis óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með von um að allir hafi það sem best um hátíðarnar og njóti farsældar á komandi ári! Við þökkum fyrir samstarfið, samvinnuna og viðskiptin á árinu sem er að líða og vonum að það haldi áfram á því næsta. 

Um hátíðarnar verður opið 27. og 28. desember og við verðum svo mætt aftur til vinnu 2. janúar 2019.

Verið góð hvort við annað og sýnum náunganum virðingu.
Hátíðarkveðjur
Starfsfólk Kjarnafæðis