Kjarnafæði tekur upp pappírslaus viðskipti

Kæri viðskiptavinur, 

Frá og með 1. september hefur Kjarnafæði tekið upp pappírslaus viðskipti náttúrunni til heilla. Við vinnum að því að gera rekstur okkar sem umhverfisvænastan og er þetta liður í því. Frá og með þessum degi höfum við því tekið upp rafrænar sendingar á reikningum.

Við vonum að þetta valdi ykkur ekki neinum vandræðum en fyrir frekari upplýsingar þá endilega hafið samband við Maríu á bokhald@kjarnafaedi.is eða í síma 460-7421.