Fréttir

Bylgjan og Kjarnafæði - grilla með þér í allt sumar!

Í sumar setjum við kjöt frá Kjarnafæði á grillið að ógleymdum grillpylsunum. Á hverjum einasta föstdegi í sumar þá verður dreginn út á Bylgjunni einn heppinn þátttakanda sem fær glæsilega grillveislu fyrir alla fjölskylduna frá Kjarnafæði. Skráðu þig til leiks í sumargrilli Bylgjunnar og Kjarnafæðis og hver veit nema að þú fáir glæsilega grillveislu með gómsætu kjöti, bragðmiklum pylsum og að sjálfsögðu sósum og sallati. Smelltu hér til að taka þátt og fylgstu svo með hjá Rúnari Róberts alla föstudaga í júní og júlí á Bylgjunni !! Bylgjan og Kjarnafæði - grilla með þér í allt sumar!
Lesa meira

Fagnar 75 ára starfsafmæli

Það eru ekki margir sem ná þeim áfanga að halda uppá 75 ára starfsafmæli sitt. Það gerði Haraldur Helgason í dag þegar hann afgreiddi kjöt yfir búðarborðið þar sem ferillinn hófst. Haraldur sem er 87 ára er enn í fullu fjöri og starfar af fullum krafti fyrir Kjarnafæði
Lesa meira

Samstarf Kjarnafæðis og Klúbbs Matreiðslumeistara

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur milli Kjarnafæðis og Klúbbs Matreiðslumeistara. Samningurinn var undirritaður í hinum glæsilega Turni við Smáratorg. Er þetta mjög góður samningur fyrir báða aðila.  Kjarnafæði er stórt og öflugt fyrirtæki á kjötmarkaði sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og á stóran kúnnahóp meðal félaga í Klúbbi Matreiðslumeistara.
Lesa meira

Vefurinn lambakjot.is endurbættur

Nú hefur vefurinn www.lambakjot.is gengið í endurnýjun lífdaga. Er um að ræða nýja hönnun þar sem frískað hefur verið upp á útlitið auk þess sem efnið hans hefur verið aukið til muna. Á nýja vefnum er að finna tæplega 350 uppskriftir að fjölbreyttum réttum úr lambakjöti og meðlæti sem hentar því. Þar að auki er hægt að nálgast margvíslegan fróðleik um almenna meðhöndlun lambakjöts, um matreiðsluaðferðir og einstaka hluta þess. Sérstaklega er síðan fjallað um grillun og aðferðir við hana.
Lesa meira

Nýtt – Mexico pylsur

Kjarnafæði hefur sett á markað nýjar og frábærar grillpylsur ættaðar frá Mexico. Uppskriftin er fengin úr norðurhéruðum Mexico, þar sem menn kunna að framleiða alvöru grillmat. Mexico pyslurnar frá Kjarnafæði eru bragðmiklar og fremur sterkar – en þó ekki of.
Lesa meira

Kjarnafæði hefur ekki hækkað vöruverð

Kjarnafæði hefur ekki hækkað verð í vörulista sínum síðan í október 2007 og stefnt er að því að halda óbreyttum verðlista út apríl, jafnvel út maí og meta þá stöðuna í byrjun júní.
Lesa meira

Kjarnafæði fær vinnustaðakennslustyrk

Vinnustaðakennslustyrkir Samtaka Iðnaðarins voru afhentir í fyrsta sinn í gær. Sex fyrirtæki hlutu styrki sem nema rúmlega fjórum milljónum króna. Kjarnafæði var eitt þeirra.
Lesa meira

Nýtt – úrvals lambasneiðar

Kjarnafæði hefur hafið sölu á úrvals lambasneiðum í neytendapakkningum. Tvær tegundir eru í boði, 1.fl. lambalærissneiðar og t-beins lambakótelettur.   
Lesa meira

Nýtt - léttreykt kjúklingaálegg

Kjarnafæði hefur hafið sölu á nýrri áleggstegund, léttreykt kjúklingaálegg. Léttreykta kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði er sérlega bragðgott álegg með mildu reykbragði, tilvalið á smurt brauð, í samlokur, pastarétti, eggjakökur o.fl.
Lesa meira

Sölufélag Austur Húnvetninga 100 ára

Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Íslandi verða 100 ára, en í dag þann 26. febrúar eru nákvæmlega 100 ár liðin frá stofnun Sölufélags Austur Húnvetninga svf. Ekki verður annað sagt en að afmælisbarnið beri aldurinn vel og hafi braggast allnokkuð á liðnum áratugum.
Lesa meira