Fagnar 75 ára starfsafmæli

Það eru ekki margir sem ná þeim áfanga að halda uppá 75 ára starfsafmæli sitt. Það gerði Haraldur Helgason í dag þegar hann afgreiddi kjöt yfir búðarborðið þar sem ferillinn hófst. Haraldur sem er 87 ára er enn í fullu fjöri og starfar af fullum krafti fyrir Kjarnafæði

Það eru ekki margir sem ná þeim áfanga að halda uppá 75 ára starfsafmæli sitt. Það gerði Haraldur Helgason í dag þegar hann afgreiddi kjöt yfir búðarborðið þar sem ferillinn hófst. Haraldur sem er 87 ára er enn í fullu fjöri og starfar af fullum krafti fyrir Kjarnafæði

’Það hafa orðið ansi miklar breytingar á þessum tíma, en þetta er allt í rétta átt,’ segir Haraldur Helgason. ’Ég byrjaði 12 ár í kjötbúð KEA á Akureyri og var þar í 26 ár.’ Frá KEA lá leið Haraldar í Kaupfélag verkamanna, þar sem hann var kaupfélagsstjóri í 20 ár, þá Kaupfélagið á Svalbarðseyri og sláturhús KEA, áður en Haraldur stofnaði eigið sölufyrirtæki og selur fyrir Kjarnafæði.

Haraldur hélt svo upp á daginn með því að afgreiða kjöt á sínum gamla vinnustað, sem var Kjötbúði KEA 1933 en húsið hýsir í dag veitingahúsið/sælkeraverslunina Friðrik V.

Hann hefur hvergi slakað á þótt árunum fjölgi heldur er hann í dag einn allra öflugasti sölumaður Kjarnafæðis. 'Haraldur er ótrúlegur sölumaður og treysti ég engum betur til að takast á við erfið söluverkefni.' segir Auðjón, markaðsstjóri Kjarnafæðis. 'Halli er fæddur sölumaður, margir viðskiptavinir okkar vilja við engan annan skipta.’