Vefurinn lambakjot.is endurbættur

Nú hefur vefurinn www.lambakjot.is gengið í endurnýjun lífdaga. Er um að ræða nýja hönnun þar sem frískað hefur verið upp á útlitið auk þess sem efnið hans hefur verið aukið til muna. Á nýja vefnum er að finna tæplega 350 uppskriftir að fjölbreyttum réttum úr lambakjöti og meðlæti sem hentar því. Þar að auki er hægt að nálgast margvíslegan fróðleik um almenna meðhöndlun lambakjöts, um matreiðsluaðferðir og einstaka hluta þess. Sérstaklega er síðan fjallað um grillun og aðferðir við hana.
Nú hefur vefurinn www.lambakjot.is gengið í endurnýjun lífdaga. Er um að ræða nýja hönnun þar sem frískað hefur verið upp á útlitið auk þess sem efnið hans hefur verið aukið til muna. Á nýja vefnum er að finna tæplega 350 uppskriftir að fjölbreyttum réttum úr lambakjöti og meðlæti sem hentar því. Þar að auki er hægt að nálgast margvíslegan fróðleik um almenna meðhöndlun lambakjöts, um matreiðsluaðferðir og einstaka hluta þess. Sérstaklega er síðan fjallað um grillun og aðferðir við hana.

Geta notendur nú skráð sig á vefnum. Það gefur þeim færi á að búa sér til eigið uppskriftasafn og gefa þeim uppskriftum einkunn sem eru á vefnum. Auk þess er nú mun einfaldara að senda uppskriftir og prenta þær.