Mjólkurlausar pylsur

Einstaklingar með mjólkuróþol þurfa ekki að óttast það að skella pylsunum frá Kjarnafæði á grillið, því allar pylsur frá Kjarnafæði eru mjólkurlausar.

Einstaklingar með mjólkuróþol þurfa ekki að óttast það að skella pylsunum frá Kjarnafæði á grillið, því allar pylsur frá Kjarnafæði eru mjólkurlausar.

Gríðarleg söluaukning hefur orðið á pylsum frá Kjarnafæði í sumar og hafa margir haft samband við okkur og þakkað fyrir að bjóða upp á pylsur án mjólkur. Það eru sífellt fleiri og fleiri einstaklingar sem greinast með ýmis mataróþol og/eða –ofnæmi. Þeir sem hafa umsjón með mötuneytum þekkja það vel hversu margt þarf að varast. Mjólkurprótein og mjólkursykur (laktósi) eru meðal algengustu fæðuofnæmis/-óþolsvalda á Íslandi og er td. talið að í kringum 10% þjóðarinnar sé með mjólkuróþol. Því er mjög mikilvægt að matráðar í eldhúsum séu vel á varðbergi hvað varðar innihald í vörum. 

Kjarnafæði hefur verið í fararbroddi þeirra matvælafyrirtækja á Íslandi sem vinna að því að fjarlægja sem flest þekkt ofnæmis-/óþolsvaldandi hráefni. Kjarnafæði hefur nú fjarlægt mjólk úr nánast öllum kjötvörum sínum. Má þar nefna pylsur, kjötfars, kjötbúðinga, álegg og bjúgu. Einnig má benda á að allar pylsur frá Kjarnafæði eru eggjalausar og að sjálfsögðu án MSG (þriðja kryddið E-621).

Pylsurnar frá Kjarnafæði – bragðmiklar að norðan!