Hátíðaruppskriftir

Hátíðarís

Frábær og einfaldur ís sem smellpassar á veisluborð um jólin og páskana, ja bara hvaða tækifæri sem er. Í upprunalegu uppskrifinni er notað Toblerone súkkulaði en auðvitað má skipta því út fyrir hvaða gott súkkulaði sem er og um að gera að nota íslenskt.
Lesa meira

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sígilt meðlæti með hátíðarmat, þá sérstaklega reyktu kjöti.  Við mælum með því að nota hrásykur fremur en hefðbundinn strásykur, hrásykurinn gefur mun betra bragð - og svo má gera lúxusútgáfu með því að nota rjóma í staðinn fyrir vatn, þá fá kartöflurnar dásamlegan karmellukeim.
Lesa meira

Ris à l'amande

Þessi frábæri grautur er löngum orðinn órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum. Hann kemur upprunalega frá Danmörku, þrátt fyrir að nafnið vísi til Frakklands.
Lesa meira

Hangikjöt með uppstúf

Þjóðhátíðarréttur íslendinga. Ilmurinn af soðnu hangikjöti er ómótstæðilegur og ráðleggjum við öllum að nota alvöru hangikjöt, kofareykt eða taðreykt.
Lesa meira

Jólakringla

Það er siður í Skandínavíu að bjóða upp á góða kringlu á jólunum. Þennan sið hafa fleiri og fleiri tekið upp á Íslandi og borið fram ljúffenga jólakringlu í fjölskylduboðum milli jóla og nýárs.
Lesa meira

Hunangsgljáður Hamborgarhryggur

Lúxusútgáfa af sígildum rétt. Tilvalin á jólum, páskum og við önnur hátíðleg tækifæri.  
Lesa meira

Jólagrautur að hætti mömmu

Hrísgrjónagrautur með virkilegri hátíðarstemmingu, fullur af góðgæti s.s. súkkulaði, rjóma og sherry. Ekki verður hann nú verri ef hann er borinn fram með bláberjum.
Lesa meira

Ávaxtasalat með appelsínukarmellu

Þessi uppskrift er ættuð frá Miðvesturríkjum USA en þar kunna menn svo sannarlega að kitla bragðlaukana.
Lesa meira