Sykurbrúnaðar kartöflur

Sígilt meðlæti með hátíðarmat, þá sérstaklega reyktu kjöti.  Við mælum með því að nota hrásykur fremur en hefðbundinn strásykur, hrásykurinn gefur mun betra bragð - og svo má gera lúxusútgáfu með því að nota rjóma í staðinn fyrir vatn, þá fá kartöflurnar dásamlegan karmellukeim.

 

1 kg  Soðnar kartöflur, flysjaðar 
1 dl  Sykur 
50 g Smjör 
2 msk  Vatn 

 

  1. Brúnið sykurinn á pönnu (fylgist vel með svo sykurinn brenni ekki)
  2. Bætið smjörinu og blandið með sleif.
  3. Bætið vatninu út í og hrærið uns allt hefur sameinast.
  4. Bætið kartöflunum í og látið kraum við vægan hita þar til kartöflurnar eru vel hjúpaðar.