Jólagrautur að hætti mömmu

Hrísgrjónagrautur með virkilegri hátíðarstemmingu, fullur af góðgæti s.s. súkkulaði, rjóma og sherry. Ekki verður hann nú verri ef hann er borinn fram með bláberjum.Hrísgrjónagrautur með virkilegri hátíðarstemmingu, fullur af góðgæti s.s. súkkulaði, rjóma og sherry. Ekki verður hann nú verri ef hann er borinn fram með bláberjum.

2 dl 

Hrísgrjón (grautargrjón) 

5 dl  Vatn 
5 dl  Nýmjólk 
3-5 msk  Sykur 
1/2 tsk Salt
3,5 dl  Rjómi, þeyttur 
100 g  Suðusúkkulaði (grófsaxað)
1 msk  Sherry 
1-2 tsk  Vanillusykur 
1 stk  Heil mandla, afhýdd 
  Bláber og jarðaber

 

  1. Setjið vatn, mjólk, salt og sykur í pott og setjið hrísgrjónin útí og sjóðið í 30-40 mín. á lágum hita og hrærið reglulega í, svo ekki brenni við.
  2. Takið grautinn af hellunni og bætið við sykri. Setjið grautinn í skál og afkælið.
  3. Hrærið rjóma, möndlunni, súkkulaði og sherry út í kaldann grautinn. Smakkið til með vanillusykri.
  4. Berið grautinn fram með berjum eða góðri berjasósu.

Verði ykkur að góðu!