Fréttir

Verð á kjöti lægra á Íslandi en í samanburðarlöndum

Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag kjötvara á Íslandi 1% lægra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Lesa meira

Sumarleikur

Klipptu út og safnaðu boltum í sumarleik Kjarnafæðis 2010 Taktu þátt, safnaðu boltum af pylsupökkunum frá Kjarnafæði og fáðu skemmtileg sumarleikföng. Allir þátttakendur lenda auk þess í lukkupotti og eiga möguleika á að vinna glæsilega grillveislu á fimmtudögum á Bylgjunni í allt sumar.
Lesa meira

Íslenskt Heiðalamb

Íslenska heiðalambið frá Kjarnafæði hefur svo sannarlega slegið í gegn enda um einstaka vöru að ræða. Lambalærið er kryddað með villtum íslenskum kryddjurtum frá Blóðbergsgarðinum Sandi 2 í Aðaldal. Þarna fer því saman það tvennt af því besta úr íslenskri náttúru: íslenska lambakjötið og kryddjurtir af heiðum landsins - og útkoman er hreint út sagt ómótstæðileg.
Lesa meira

Kynning – Mexico grillpylsur

Grillsumarið er byrjað og það merkir að Mexico grillpylsurnar frá Kjarnafæði eru komnar í búðir. Mexico grillpylsurnar eru hreint út sagt alveg frábærar, bragðmiklar og góðar. Uppskriftin er fengin úr norðurhéruðum Mexico, þar sem menn kunna að framleiða alvöru grillmat.
Lesa meira

Kjarnafæðismótið í körfubolta tókst vel í alla stað

Um helgina fór fram Kjarnafæðismótið í körfubolta sem haldið er fyrir krakka 12 ára og yngri. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Auk heimamanna í Þór voru skráð til leiks lið frá Tindastól, Dalvík, Smáranum og Reykdælum.
Lesa meira

Kynning - BBQ grísakótelettur

Ein vinsælasta grilltegundin frá Kjarnafæði er BBQ grísakótelettur. BBQ grísakóteletturnar komu fyrst á markað fyrir tveimur árum og hittu beint í mark, slógu í gegn svo um munaði. Vinsældirnar hafa svo bara vaxið enda um alveg frábæra vöru að ræða.
Lesa meira

Nýtt – Ítalskt salami

Kjarnafæði hefur hafið sölu á nýrri áleggstegund, Ítalskt salami. Ítalskt salami er sérlega bragðgott álegg, tilvalið á smurt brauð, í samlokur, pastarétti, eggjakökur o.fl. Ítalskt salami inniheldur sólþurrkaða tómata og er bragðbætt með hvítlauk og grófmuldum svörtum pipar.
Lesa meira

Grillsumarið 2010

Grillkjötið er farið að streyma í verslanir enda margir búnir að draga fram grillið fyrir sumarið. Allir þekkja hið frábæra grillkjöt og grillpylsur frá Kjarnafæði og svo eru grillsósurnar rómaðar. Að vanda býður Kjarnafæði upp á mikið úrval af grillvörum. Allar vinsælustu tegundirnar verða í boði áfram og svo munu bætast við skemmtilegar nýjungar þegar líður fram á grillsumarið.
Lesa meira

Kjarnafæði 25 ára

Nú fagnar Kjarnafæði 25 ára afmæli sínu. Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir stofnuðu Kjarnafæði 19. mars 1985. Kjarnafæði er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast hvað best þar sem eigendur og fjölskyldur þeirra leggja hjarta sitt og sál í fyrirtækið. 
Lesa meira

Öskudagurinn 2010

Fleiri hundruð krakka heimsóttu starfsstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri og Svalbarðseyri í dag og hafa líklega aldrei verið fleiri. Öskudagsbúningarnir voru alveg frábærir í ár og ekki voru söngvarnir síður skemmtilegir. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar. Sjá myndir, smelltu hér.
Lesa meira