Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti 2010

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu í miðbæ Akureyrar þann 1. ágúst næstkomandi.  Keppnin fer þannig fram að skráning þátttakenda í keppnina fer fram daganna 26.-30. júlí á Voice FM 98,7. Þátttakendur munu þurfa að sanna hæfni sína með því að sporðrenna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma.

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu í miðbæ Akureyrar þann 1. ágúst næstkomandi.  Keppnin fer þannig fram að skráning þátttakenda í keppnina fer fram daganna 26.-30. júlí á Voice FM 98,7. Þátttakendur munu þurfa að sanna hæfni sína með því að sporðrenna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma.

Fjórir fljótustu keppendur munu síðan taka þátt í lokaúrslitum sem fara fram kl. 16:00 á sunnudeginum á Ráðhústorginu um verslunarmannahelgina. Í lokaúrslitum hafa keppendur 10 mínútur til að skella ofan í sig eins mörgum bragðgóðum Pylsum frá Kjarnafæði og þeir mögulega geta. Til að aðstoða við að sporðrenna pylsunum fá keppendur að drekka gos með að vild.

Sigurvegarinn fær svo veglega gjafakörfu frá Kjarnafæði, ásamt bikar og viðurkenningarskjali.

Áhugasamir geta sent inn þátttökubeiðni á voice@voice.is.

Sjá nánari dagskrá á www.einmedollu.is.