Lamb eldað með Kjarnafæði

Léttreyktur lambahryggur með rauðrófum í rauðvínssósu

Skerið allt kjötið af beinunum og bindið upp í rúllu, sjá Kjarnafæði eldhúsið á INN eða á www.kjarnafaedi.is . Setjið rúlluna í steikarapott. Hitið olíu í potti og kraumið skallottulauk, sveppi og rauðrófur í 3 mín. Bætið þá tómatmauki, balsamikediki og rauðvíni í pottinn og hleypið suðunni upp. Hellið úr pottinum í steikarapottinn. Þá er timjani, lárviðarlaufum og lambasoði bætt í pottinn og kryddað með pipar. Leggið lok á steikarpottinn og færið í 160 °C heitan ofn í 60 mín.
Lesa meira

Hægeldað lambalæri með bernaisesósu

Kryddið lærið með pipar. Setjið helminginn af rósmarín og timjan í eldfast mót. Leggið lærið ofan á og setjið restina af kryddunum yfir. Leggið lok á mótið eða alpappír yfir. Bakið við 60°C Í 18 klst. Takið þá lærið úr ofninum og hækkið ofninn í 220°C. Spreyið lærið með smjörspreyi og saltið. Bakið án loks í 10 mín eða þar til lærið er fallega brúnað.
Lesa meira

Lambalæri með hvítlauk og kryddjurtum

Setjið lambasoðið í ofnskúffuna með lambalærinu og losið alla steikarskóf úr skúffunni. Kraumið lauk í potti í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá lárviðarlaufi, timjan og rósmarín í pottinn ásamt hvítvíni og sjóðið niður í síróp. Bætið þá soðinu úr ofnskúffunni í pottinn og þykkið soðið með sósujafnara.
Lesa meira

Íslensk lambakjötssúpa og Marokkósk lambakjötssúpa

Setjið súpukjötið í pott ásamt salti og vatni. Látið suðuna koma upp og veiðið alla fitu og froðu af soðinu með ausu. Látið sjóða við vægan hita í 30 mín. Skerið allt grænmetið og kartöflurnar í bita og setjið allt nema hvítkálið og súpujurtirnar í pottinn ásamt pipar og sjóðið í 20 mín. Bætið hvítkáli og súpujurtum í pottinn og sjóðið í 15 mín til viðbótar.
Lesa meira

Lambaframhryggjasneiðar með rauðvínssósu

Kryddið sneiðarnar með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 5-6 mín eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Færið þá sneiðarnar í eldfast mót. Steikið lauk, beikon, sveppi, gulrætur og sellerí á sömu pönnu í 3 mín og færið síðan í eldfasta mótið ásamt timjan, lárviðarlaufi, tómatpurre og rauðvíni. Bakið við 180°C í 1 klst. Sigtið vökvann úr eldfasta mótinu í pott og bætið soði saman við.
Lesa meira