Íslensk lambakjötssúpa og Marokkósk lambakjötssúpa

Setjið súpukjötið í pott ásamt salti og vatni. Látið suðuna koma upp og veiðið alla fitu og froðu af soðinu með ausu. Látið sjóða við vægan hita í 30 mín. Skerið allt grænmetið og kartöflurnar í bita og setjið allt nema hvítkálið og súpujurtirnar í pottinn ásamt pipar og sjóðið í 20 mín. Bætið hvítkáli og súpujurtum í pottinn og sjóðið í 15 mín til viðbótar.

Íslensk lambakjötssúpa

Innihald fyrir 4-6:

 • 1 kg lambasúpukjöt
 • 1 ½ tsk salt
 • 1 ½ L vatn
 • 3 millistórar gulrætur, skrældar
 • 1 millistór rófa, skræld
 • 2 laukar, skrældir
 • 1 blaðlaukur
 • 6 millistórar kartöflur
 • 1/4 hvítkálshaus
 • 1 tsk nýmalaður pipar
 • 1/2 poki súpujurtir

Aðferð:

Setjið súpukjötið í pott ásamt salti og vatni. Látið suðuna koma upp og veiðið alla fitu og froðu af soðinu með ausu. Látið sjóða við vægan hita í 30 mín. Skerið allt grænmetið og kartöflurnar í bita og setjið allt nema hvítkálið og súpujurtirnar í pottinn ásamt pipar og sjóðið í 20 mín. Bætið hvítkáli og súpujurtum í pottinn og sjóðið í 15 mín til viðbótar.

Marokkósk lambakjötssúpa

Innihald fyrir 4- 6

 • 1 kg lambasúpukjöt
 •  1 ½ tsk salt
 • 1 tsk nýmalaður pipar
 • 3 msk olía
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 • 4 msk tómatmauk
 • 2 tsk chillimauk
 • 1 tsk kúmín
 • 1 L vatn
 • 400 g niðursoðnir tómatar
 • 2 sellerístilkar, í bitum
 • 2 dl bygg
 • 2 msk steinselja, smátt söxuð
 • 2 msk kóriander, smátt saxað
 • 1 sítróna, skorin í 6 báta
Aðferð:
 
Kryddið súpukjötið með salti, pipar og kúmín og steikið í olíu í vel heitum potti í 3-4 mín eða  þar til kjötið er fallega brúnað á báðum hliðum. Bætið lauk, hvítlauk og sellerí ásamt tómatmauki og chillimauki í pottinn og látið krauma í 1 mín, hrærið stöðugt í á meðan. Hellið vatni og niðursoðnum tómötum í pottinn og sjóðið við vægan hita í 40 mín. Bætið þá byggi í pottinn og sjóðið í 25 mín. Smakkið til með salti og pipar og bætið steinselju og kóriander út í súpuna. Berið fram meðsítrónubátum og grófu brauði.
 
Verði ykkur að góðu!
 
 
Frekari upplýsingar: