Lambalæri með hvítlauk og kryddjurtum

Setjið lambasoðið í ofnskúffuna með lambalærinu og losið alla steikarskóf úr skúffunni. Kraumið lauk í potti í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá lárviðarlaufi, timjan og rósmarín í pottinn ásamt hvítvíni og sjóðið niður í síróp. Bætið þá soðinu úr ofnskúffunni í pottinn og þykkið soðið með sósujafnara.

Fyrir 5-7:

 • 1 lambalæri, án lykilbeins
 • 5 greinar rósmarín
 • 5 greinar timjan
 • 3 hvítlauksgeirar, skornir í 4 báta hver
 • Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Stingið 12 göt á lærið og stingið hvítlauk og kryddum í sárin. Kryddið með salti og pipar. Setjið lærið í ofnskúffu og bakið við 180°C Í 75 mín.

Kryddjurtasósa

 • 4-5 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur
 • 2 msk olía
 • 1 ½ laukur, smátt saxaður
 • 2 rósmaríngreinar eða 1 msk þurrkað
 • 2 timjangreinar eða 1 msk þurrkað
 • 3 lárviðarlauf
 • 3 dl hvítvín
 • Sósujafnari
 • 40 g kalt smjör í teningum
 • Salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
 
Setjið lambasoðið í ofnskúffuna með lambalærinu og losið alla steikarskóf úr skúffunni. Kraumið lauk í potti í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá lárviðarlaufi, timjan og rósmarín í pottinn ásamt hvítvíni og sjóðið niður í síróp. Bætið þá soðinu úr ofnskúffunni í pottinn og þykkið soðið með sósujafnara. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið í sósunni þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar og sigtið sósuna.
 
Berið lærið fram með sósunni og t.d. hasselback kartöflum og bökuðu rótargrænmeti.
 
Verði ykkur að góðu!
 
 
Frekari upplýsingar: