Léttsteiktar lambalundir á volgu spínatsalati með kryddjurtapestó

Kryddið lundirnar með salti og pipar og seikið í 2 msk af olíu á vel heitri pönnu í 2 mín eða þar til lundirnar eru fallega brúnaðar. Færið þá lundirnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 2-3 mín. Hitið 2 msk af olíu á vokpönnu eða potti og kraumið avokadó og tómata í 1 mín.

Fyrir 4

Pestó:

  • 1 búnt kóriander
  • 1 búnt mintulauf
  • 2 msk rifinn parmesan ostur
  • 2 msk furuhnetur
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk ljóst edik
  • 1 msk sykur
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 1.1 ½ dl olía

Allt sett í matvinnsluvél og gróf maukað

  • 2x2 msk olía
  • 12 lambalundir
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 2 avokadó, stein og hýðislaus, í bitum
  • 20 smátómatar
  • 1 poki spínat
Aðferð:

Kryddið lundirnar með salti og pipar og seikið í 2 msk af olíu á vel heitri pönnu í 2 mín eða þar til lundirnar eru fallega brúnaðar. Færið þá lundirnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 2-3 mín. Hitið 2 msk af olíu á vokpönnu eða potti og kraumið avokadó og tómata í 1 mín. Bætið þá spínati og helmingnum af pestóinu á pönnuna og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Berið lundirnar strax fram með spínatsalatinu og restinni af pestóinu ásamt t.d. steiktum kartöflum.


Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: