Lambalundir

Lambalundir
Lambalundir

Lambalundir er hægt að fá hjá Kjarnafæði bæði þíðar og frosnar, ókryddaðar eða kryddaðar með ýmsum kryddblöndum. Hvítlaukur og rósmarín fara til að mynda afskaplega vel með lambakjöti en kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins geta líka fundið aðrar og alveg jafn góðar kryddblöndur við þitt hæfi viljir þú til dæmis ekki hvítlauk. Lambalundir eru afar hentugar í veislur þar sem þær taka stuttan tíma í eldun og sökum þess hvað þeir eru fitusnauðar bragðast þær alveg jafn vel kaldar. 

Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um vöruna þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400. 

Innihald fyrir lambalundir: 
Lambakjöt

Næringargildi í 100 g:
Orka: 667 kJ/159 kkal
Prótein: 20 g
Kolvetni: 0 g
- þar af sykurtegundir: 0,0 g
Fita: 5 g
- þar af mettaðar fitusýrur: 0 g
Trefjar: 0,0 g
Salt: 0 g

Magn í pakka:
Pakkað eftir óskum í mötuneyti en tvær saman í pakka kryddaðar fyrir verslanir. 

Umbúðir:
Vacumpakkaðar fyrir verslanir

Ofnæmisvaldar:

Laktós (mjólkursykur):   Nei
Egg:  Nei
MSG (þriðja kryddið):  Nei
Glúten:  Nei
Soya (prótein):  Nei
Hnetur:  Nei
Hvítlaukur:  Nei