Hollt hrökkbrauð

Hollt hrökkbrauð
Hollt hrökkbrauð
Fyrst þarf að hræra saman öllu þurra og bæta svo blauta við. Síðan er deiginu skipt í tvennt. (Athugið að deigið er mjög blautt) Leggið bökunarpappír á plötu og annan partinn af deiginu ofan á bökunarpappírinn.

Innihald:

  • 50g Haframjöl
  • 50g Sesamfræ
  • 50g Hörfræ
  • 50g Sólkjarnafræ
  • 50g Graskersfræ
  • 180g Hveiti / Heilhveiti
  • 1dl Vatn
  • 1/2dl Olía
  • 1tsk Lyftiduft
  • 1tsk Salt

Aðferð:
 

Fyrst þarf að hræra saman öllu þurra og bæta svo blauta við.
Síðan er deiginu skipt í tvennt. (Athugið að deigið er mjög blautt)
Leggið bökunarpappír á plötu og annan partinn af deiginu ofan á
bökunarpappírinn.

Leggið svo aðra umferð af bökunarpappír ofan á deigið og hinn partinn af deiginu
ofan á þennan.

Þá ertu komin með tvö lög af deigi með bökunarpappír á milli.
Auðveldast er að fletja þetta út eftir að þetta hefur verið gert og hjálpar það einnig
til við þrifin þar sem að keflið verður alveg hreint og fínt eftir þetta.

Setjið inn í ofn á 180 gráðum go bakið í 20 - 30 mínútur eftir því hversu þunnt
deigið er.


Verði ykkur  að góðu!