Lambakótilettur í raspi

Bankið kótiletturnar lítillega með buffhamri. Veltið kótilettunum fyrst upp úr hveiti. Pískið saman mjólk og eggjum og veltið síðan kótilettunum upp úr eggjablöndunni og síðast upp úr raspinu. Hitið smjörið á pönnu og steikið kótiletturnar við töluverðan hita í 3-4 mín á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar. Kryddið með salti og pipar.

Fyrir fjóra

  • 12-16 lambakótilettur
  • 1 ½ dl hveiti
  • 1 dl mjólk
  • 2 egg
  • 3-4 dl brauðrasp
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 100 g smjör

Aðferð:

Bankið kótiletturnar lítillega með buffhamri. Veltið kótilettunum fyrst upp úr hveiti. Pískið saman mjólk og eggjum og veltið síðan kótilettunum upp úr eggjablöndunni og síðast upp úr raspinu. Hitið smjörið á pönnu og steikið kótiletturnar við töluverðan hita í 3-4 mín á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar. Kryddið með salti og pipar. Færið þá kótiletturnar í 180 °C heitan ofn í 12-15 mín. Berið fram með smjörinu sem eftir er á pönnunni og t.d. steiktum kartöflum og blönduðu grænmeti.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: