Ekta indverskt lambalæri með Garam masala hjúp

Skerið alla fitu af lambalærinu. Skerið ½ cm tígla ofaní kjötið og setjið það í eldfast mót. Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu. Geymið í kæli yfir nótt. Steikið lærið í ofni við 120°C í 2 ½-3 klst. Skafið þá allt jógúrtið úr ofnskúffunni og dreifið jafnt yfir lærið.

Fyrir 5-7

 • 1 lambalæri, án lykilbeins
 • 5 dl hreint jógúrt
 • 2-3 tsk  garam masala
 • 1 ½  tsk cumin, steytt
 • 1 msk kóríander, steytt
 • 1 laukur
 • 1 dl möndluspænir
 • 3 msk engiferrót, skræld og grófsöxuð
 • 3-5 hvítlauksgeirar
 • ½-1 chili-aldin, fræhreinsað

Aðferð:

Skerið alla fitu af lambalærinu. Skerið ½ cm tígla ofaní kjötið og setjið það í eldfast mót. Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu. Geymið í kæli yfir nótt.
Steikið lærið í ofni við 120°C í 2 ½-3 klst. Skafið þá allt jógúrtið úr ofnskúffunni og dreifið jafnt yfir lærið.

Skraut:

 • 4-5 kanilstangir
 • 2 msk. rúsínur
 • 1 msk. möndluspænir
 • 1 tsk. kardimommur

Hækkið hitann á ofninum í 190 °C. Skreytið lærið með kanilstöngum, rúsínum, möndlum og kardimommum og bakið í 10 mín í viðbót. Tínið kanilstangir og kardimommur af lærinu og hendið.
Berið lærið fram með t.d. hrísgrjónum og grænmeti.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: