Sinneps- og kornflöguhjúpaður hamborgarhryggur

Svínahamborgarhryggur
Svínahamborgarhryggur

Meistarakokkurinn Sverrir Þór lét okkur í té þessa frábæru uppskrift af hamborgarhrygg. Hryggurinn er sinneps- og kornflöguhjúpaður og borinn fram með eplasalati og sinnepssósu.

Meistarakokkurinn Sverrir Þór lét okkur í té þessa frábæru uppskrift af hamborgarhrygg. Hryggurinn er sinneps- og kornflöguhjúpaður og borinn fram með eplasalati og sinnepssósu.

Hryggurinn

1,2 kg  Hamborgarahryggur með beini 
6 msk brauðraspur
8 msk   kornflögur (corn flakes) muldar frekar fínt 
4 msk   sætt sinnep 

Sinnepssósa

½ lítri svínasoð 
  Smjörbolla 
  Sætt sinnep 
  Sósulitur 
1 peli   rjómi 

Eplasalat

2 stk  græn epli kjarnahreinsuð og skorinn í bita  
½ bolli   skyr hrært 
½ bolli   sýrður rjómi 
1 msk   strásykur 

Byrjið á að taka hrygginn úr pakkningum og setja í bakka með köldu vatni og látið fljóta vel yfir og hafið hann þar í 4 klukkutíma. Og af hverju geri ég þetta, jú af því ég ætla að steikja kjötið en ekki sjóða.

Á meðan við erum að bíða er gott að laga eplasalatið en þar er sýrða rjómanum, skyrinu og sykrinum blandað saman og síðast er eplabitunum bætt út í og sett í kæli.

Snúum okkur þá aftur að kjötinu, hryggurinn tekinn upp úr og þerraður vel, settur í ofnskúffu með kjarnhitamælir stillt á 50°C og inn í ofn sem hefur verið forhitaður í 160°C.

Þegar mælirinn pípir takið þá hrygginn út setjið á bretti og takið hann af beininu leggið aftur í ofnskúffuna þerrið vel yfirborðið og penslið með sæta sinnepinu og stráið svo yfir blöndu af raspinum og kornflögunum.

Hryggurinn er síðan settur inn í ofn hækkið hitann í 180c og bakið þar til kjarnhitamælirinn segir 68°C. Takið hrygginn út og setjið til hliðar í u.þ.b. 10 mínútur áður en hann er skorinn.

Sósan: Hellið soðinu í ofnskúffuna og leysið upp úr botni hennar hellið í pott og látið suðuna koma upp.

Þykkið með smjörbollunni og bragðið til með sætu sinnepi salt og pipar eftir smekk.

Bætið smá rjóma út í og ef vill smá sósulit í lokin.

Framborið með eplasalatinu,sykurbrúnuðum kartöflum og heimalöguðu rauðkáli.

Sverrir