Léttreyktur lambahryggur með rauðrófum í rauðvínssósu

Skerið allt kjötið af beinunum og bindið upp í rúllu, sjá Kjarnafæði eldhúsið á INN eða á www.kjarnafaedi.is . Setjið rúlluna í steikarapott. Hitið olíu í potti og kraumið skallottulauk, sveppi og rauðrófur í 3 mín. Bætið þá tómatmauki, balsamikediki og rauðvíni í pottinn og hleypið suðunni upp. Hellið úr pottinum í steikarapottinn. Þá er timjani, lárviðarlaufum og lambasoði bætt í pottinn og kryddað með pipar. Leggið lok á steikarpottinn og færið í 160 °C heitan ofn í 60 mín.

Fyrir 4-5

 • 1 léttreyktur lambahryggur frá Kjarnafæði
 • 2 msk olía
 • 10 skrældir skallottulaukar eða 1 ½ venjulegur í bátum
 • 10 heilir sveppir 
 • 200 g rauðrófur skrældar og skornar í 2 x 2 cm teninga
 • 1 msk tómatmauk
 • 1-2 msk balsamikedik
 • 3 dl rauðvín
 • 5 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur
 • 2 lárviðarlauf
 • 5 greinar timjan eða 1 tsk þurrkað
 • Sósujafnari 
 • 40 g kalt smjör
 • Salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
 

Skerið allt kjötið af beinunum og bindið upp í rúllu, sjá Kjarnafæði eldhúsið á INN eða á www.kjarnafaedi.is . Setjið rúlluna í steikarapott. Hitið olíu í potti og kraumið skallottulauk, sveppi og rauðrófur í 3 mín. Bætið þá tómatmauki, balsamikediki og rauðvíni í pottinn og hleypið suðunni upp. Hellið úr pottinum í steikarapottinn. Þá er timjani, lárviðarlaufum og lambasoði bætt í pottinn og kryddað með pipar. Leggið lok á steikarpottinn og færið í 160 °C heitan ofn í 60 mín. Sigtið þá allan vökvann úr steikarapottinum yfir í sósupottinn. Hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnar. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar.
Látið hrygginn standa í 15 mín. Skerið þá bandið af hryggnum og skerið hann í fallegar sneiðar. Berið fram með skallottulaukunum, sveppunum, rauðrófunum og rauðvínssósunni ásamt t.d. steiktum kartöflum og bökuðu grænmeti.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: