Lambahryggur með kryddjurtum, hvítlauk og tómötum

Skerið sitthvorumegin við hryggsúluna niður að rifbeinum á hryggnum. Þrýstið kryddurtunum niður með hryggsúlunni beggja vegna. Kryddið hrygginn með salti og pipar. Færið hrygginn í ofnskúffu og bakið í ofni við 180°C í 50 mín. Hellið þá víninu yfir hrygginn og leggið tómatana og hvítlaukinn ofan á kryddjurtirnar. Bakið í 10 mín í viðbót.

Fyrir 4-6

 • 1 lambahryggur
 • 6 lárviðarlauf
 • 6 greinar rósmarín
 • 6 greinar timjan
 • Salt og nýmalaður pipar
 • 2 dl hvítvín, mysa eða vatn
 • 15 smátómatar
 • 15 niðursoðnir hvítlauksgeirar í olíu

Aðferð:

Skerið sitthvorumegin við hryggsúluna niður að rifbeinum á hryggnum. Þrýstið kryddurtunum niður með hryggsúlunni beggja vegna. Kryddið hrygginn með salti og pipar. Færið hrygginn í ofnskúffu og bakið í ofni við 180°C í 50 mín. Hellið þá víninu yfir hrygginn og leggið tómatana og hvítlaukinn ofan á kryddjurtirnar. Bakið í 10 mín í viðbót.

Lambasósa:

 • 2 msk olía
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • Hvítvínið úr ofnskúffunni
 • 3-4 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur
 • Sósujafnari
 • 40 g kalt smjör í teningum

Aðferð:

Hitið 2 msk af olíu í potti og kraumið í 2 mín. Bætið þá hvítvíninu úr ofnskúffunni í pottinn og sjóðið niður um ¾. Þá er soðinu bætt í pottinn og þykkt með sósujafnara. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Berið hrygginn fram með sósunni og t.d. blönduðu grænmeti og sellerírótarkartöflumús.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: