Ris à l'amande

Þessi frábæri grautur er löngum orðinn órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum. Hann kemur upprunalega frá Danmörku, þrátt fyrir að nafnið vísi til Frakklands.

Þessi frábæri grautur er löngum orðinn órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum. Hann kemur upprunalega frá Danmörku, þrátt fyrir að nafnið vísi til Frakklands.

2 dl Hrísgrjón (grautargrjón)
5 dl Vatn
5 dl Nýmjólk
1-2 stk Vanillustangir
3-4 msk Sykur
5 dl Rjómi, þeyttur
75 g Möndlur, afhýddar og hakkaðar
1 stk Heil mandla, afhýdd
25 g Möndluflögur, til skreytingar

 

  • Komið upp suðu á vatninu, bætið hrísgrjónunum í og látið malla í 10 mín.
  • Bætið við mjólkinni og vanillustöngum og látið suðu koma upp. Látið grautinn malla í 30-35 mín. á lágum hita og hrærið reglulega í, svo hann brenni ekki við.
  • Takið grautinn af hellunni, fjarlægið vanillustangirnar og bætið við sykri.
  • Setjið grautinn í skál og afkælið.
  • Hrærið möndlum og rjóma út í kaldann grautinn.
  • Berið grautinn fram með kirsuberjasósu og skreytið með möndluflögunum.
  • Í staðinn fyrir vanillustangir má nota vanilludropa, uþb. 1-2 tsk. Bætið þá dropunum við þegar grauturinn er orðinn kaldur, smakkið hann til þar til gott vanillubragð er komið fram.

Kirsuberjasósa

800 g Kirsuber, í glerkrukkum
1 msk Maizenamjöl
1 dl Kalt vatn
½ dl Kirsuberjavín
  • Setjið kirsuberin og safa í pott og látið suðu koma upp.
  • Leysið mjölið upp í vatninu. Takið pottinn af hellunni og hrærið blöndunni saman við.
  • Látið suðuna koma upp. Bætið kirsuberjavíninu við að lokum. Berið sósuna fram heita eða kalda.