Pönnukökur með súkkulaði og karamellu bönunum

Pönnukökur með súkkulaði og karamellu bönunum
Pönnukökur með súkkulaði og karamellu bönunum
Pönnukökurnar eru steiktar við meðal hita á pönnuköku pönnu. Flysjið bananana, bræðið smjörið á pönnu, látið bananana í þegar smjörið er ljós brúnt og létt steikið þá.

Innihald:

 • 1 bolla af hveiti,
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 msk olíu
 • 1 egg
 • 2 tsk sykur
 • einn bolla af mjólk og hrært vel saman
 • Steiktir Bananar með Karamellu
 • 4-6 Bananar
 • 50 g Smjör
 • Karamellu súkkulaði sósa
 • 85 g Sykur
 • 100ml sjóðandi Vatn
 • 50g mjólkursúkkulaði


Aðferð:

Pönnukökurnar eru steiktar við meðal hita á pönnuköku pönnu.
Flysjið bananana, bræðið smjörið á pönnu, látið bananana í þegar smjörið er ljós
brúnt og létt steikið þá.

Karamellusósa: Bræðið sykur á þurri pönnu við miðlungs hita, látið hann verða ljósbrúnan
ekki hræra í honum, takið pönnuna af, hrærið sjóðandi vatni í og sjóðið í 2 mín ætíð söxuðu
mjólkursúkkulaði og hrærið vel.

Leggið bananana á pönnuköku og hellið sósuni yfir, berið fram með ís eða þeyttum rjóma.


Verði ykkur að góðu!