Jólakringla

Það er siður í Skandínavíu að bjóða upp á góða kringlu á jólunum. Þennan sið hafa fleiri og fleiri tekið upp á Íslandi og borið fram ljúffenga jólakringlu í fjölskylduboðum milli jóla og nýárs.

Það er siður í Skandínavíu að bjóða upp á góða kringlu á jólunum. Þennan sið hafa fleiri og fleiri tekið upp á Íslandi og borið fram ljúffenga jólakringlu í fjölskylduboðum milli jóla og nýárs.

375 g  Smjör (kalt) 
500 g  Hveiti 
1 dl  Mjólk (volg) 
1 bréf  Þurrger (eða 50 g. pressuger)
2 stk  Egg 
1 tsk  Kardimomma, mulin 
  • Myljið smjörið í hveitinu.
  • Bætið við sykri og kardimommudropum.
  • Leysið upp gerið í volgri mjólkinni. Blandið því og eggjunum saman við deigið og hnoðið vel.
  • Setjið í skál með plastfilmu yfir og látið hefast í 30 mín.

Fylling:

125 g  Smjör (lint) 
125 g  Sykur 
125 g  Marsípan 
1/2 dl  Rúsínur 

Egg til penslunar, möndluflögur og perlusykur til skrauts.

  • Rífið marsípanið gróft og hrærið saman fyllingunni.
  • Fletjið deigið út svo úr verði langur renningur.
  • Setjið fyllinguna í miðju deigsins og rúllið því upp í "pylsu" (látið brotið snúa niður). Látið á bökunarpappír og formið "pylsuna" í kringlu. Látið kringluna hefast í 30 mín.
  • Penslið kringluna með eggi og stráið möndluflögum og perlusykri yfir.
  • Bakið í uþb. 30 mín. við 225°C.