Grænt ávaxtasalat

Létt og gott ávaxtasalat, sem er einstaklega gott á eftir þungri máltíð.

Létt og gott ávaxtasalat, sem er einstaklega gott á eftir þungri máltíð.

1 stk Galia-melóna 
4 stkKíví
1 klasiGræn vínber 
2 msk Hunang (fljótandi)
8-12 blöðFersk mynta (má sleppa)

 

  1. Skerið börkinn frá og steinhreinsið melónuna og skerið hana síðan í minni bita.
  2. Afhýðið kívíið og skerið í sneiðar.
  3. Skolið vínberin, skerið þau í tvennt og steinhreinsið.
  4. Geymið safann sem rennur af ávöxtunum þegar þeir eru skornir.
  5. Blandið saman ávöxtunum og setjið í skálar.
  6. Blandið saman safanum og hunanginu og hellið yfir ávextina. Skreytið með myntublöðunum.

Ef það á ekki að bera salatið strax fram, er gott að úða smá sítrónusafa yfir ávextina til að viðhalda ferskleika þeirra.

 

Verði ykkur að góðu!