Amerísk snilld! Eitthvað fyrir súkkulaðiunnendur (sem og aðra sælkera). Hafdís Kristjana sendi uppskriftina inn.
Amerísk snilld! Eitthvað fyrir súkkulaðiunnendur (sem og aðra sælkera). Hafdís Kristjana sendi uppskriftina inn.| 125 g | Smjör |
| 185 g | Dökkt súkkulaði |
| 250 g | Sykur |
| 2 tsk | Vanilludropar |
| 2 stk | Egg |
| 125 g | Hveiti |
| 60 g | Valhnétur, hakkaðar |
- Bræðið smjör og súkkulaði saman í skál yfir vatnsbaði. Kælið súkkulaðiblönduna svolítið og hrærið síðan öðrum hráefnum saman við.
- Setjið degið í velsmurt ferkanntað form (20x30cm) og bakið í 30 mín. við 180°C. Kakan á að vera svolítið klesst í miðjunni (karmellukennd).
Verði ykkur að góðu!