Ávaxtasalat með appelsínukarmellu

Þessi uppskrift er ættuð frá Miðvesturríkjum USA en þar kunna menn svo sannarlega að kitla bragðlaukana.

Þessi uppskrift er ættuð frá Miðvesturríkjum USA en þar kunna menn svo sannarlega að kitla bragðlaukana.

800 g  Blandaðir ferskir ávextir: Bananar, perur, epli og vínber. 
8 msk  Sykur 
2,5 dl  Appelsínusafi 
  Rifinn börkur af einni appelsínu
2,5 dl  Rjómi

 

  1. Leysið sykurinn upp á þykkbotna pönnu, þar til hann verður karmellukenndur.
  2. Bætið appelsínusafa og appelsínuberki á pönnuna. Látið karmelluna leysast upp í safanum (ekki við of háan hita). Látið appelsínusírópið síðan sjóða niður þar til þriðjungur er eftir.
  3. Kælið appelsínusírópið (gott að skella henni í smátíma í frysti).
  4. Þeytið rjómann vel og hrærið síðan sírópinu saman við.
  5. Skolið ávextina og skerið í minni bita. Hrærið þeim saman og setjið í desertskálar með appelsínukarmellunni.

Auðvitað má skipta ávöxtunum út, td. nota jarðaber, bláber, melónur eða hvað annað sem til í ávaxtaskálinni.

Verði ykkur að góðu!