Hrísgrjónagrautur

Hjá mörgum er það hefð að fá sér hrísgrjónagraut með slátri á laugardögum. En hvort sem menn halda sig við laugardaga eða aðra daga, þá er hrísgrjónagrautur ódýr, einfaldur og góður matur. Mikilvægt er að nota svokölluð grautargrjón (stutt, hringlaga og sterkjurík), annars er hætta á að grauturinn verði þunnur og laus í sér. Fyrir 4

Hjá mörgum er það hefð að fá sér hrísgrjónagraut með slátri á laugardögum. En hvort sem menn halda sig við laugardaga eða aðra daga, þá er hrísgrjónagrautur ódýr, einfaldur og góður matur.

Mikilvægt er að nota svokölluð grautargrjón (stutt, hringlaga og sterkjurík), annars er hætta á að grauturinn verði þunnur og laus í sér.
Fyrir 4

200 g  Grautargrjón 
2 dl  Vatn 
1,25 l  Nýmjólk (lífræna mjólkin er best)
1/2-1 tsk  Salt 
1 dl  Rúsínur (má sleppa) 
   
  1. Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2-3 mín.
  2. Hellið mjólkinni út í og látið suðuna koma upp, hrærið reglulega á meðan.
  3. Setjið lok á pottin og látið malla á vægum hita í 40-50 mín.
  4. Berið fram með kanilsykri, slátri og e.t.v kaldri mjólk.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: