Pizza pepperoni

Það er hægt að fá góðar pizzur víða en fátt er betra en að fá nýbakaða heimagerða pizzu með Kjarnafæði pepperoni.

Það er hægt að fá góðar pizzur víða en fátt er betra en að fá nýbakaða heimagerða pizzu með Kjarnafæði pepperoni.

1 bréf Kjarnafæði Pepperoni
10 stk Græn piparkorn (má sleppa)
150 g Ostur
Pizzudeig
Pizzusósa

  1. Pizzudeigið flatt út og sósan smurð á.
  2. Pepperoni raðað á pizzuna og græni piparinn mulinn og honum stráð yfir.
  3. Osturinn rifinn og honum stráð yfir.
  4. Pizzan bakast í 275°C heitum ofni í 5-7 mín.

Pizzudeig:

250 g  hveiti 
1 tsk  þurrger 
150 ml  volgt vatn 
1/2 tsk  (hrá)sykur 
1 tsk  salt 
2 tsk  ólífuolía 

 

  1. Blandið hveiti og þurrgeri í stóra skál.
  2. Bætið vatninu, sykri, salti og olíu smátt og smátt saman við hveitiblönduna og hnoðið deigið vel. Hvolfið deiginu á borðplötu og hnoðið þar til það er slétt og sprungulaust í 5-7 mínútur.
  3. Setjið deigið í hveitistráða skál og plastfilmu eða blautan klút yfir. Látið deigið hefast í 45 mín - 1 klst. áður en það er flatt út.

Pizzusósa:

1 dós  niðursoðnir tómatar 
2 geirar  hvítlaukur 
1 tsk  oregano 
½ tsk  basil 
1 stk  grænmetiskraftur 
1 tsk  sykur 

salt og pipar

  1. Allt sett í pott og látið malla í nokkrar mín (án loks) þar til sósan þykknar.
  2. Bragðbætt með salti og pipar og kælt.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: