Kjötuð flatbaka

Fyrir kjötætur og flatbökuunnendur er þessi hugmynd að kjötríkri flatböku alveg skotheld!

Það sem þarf í þessa elsku er eftirfarandi:

Álegg:

1 bréf Kjarnafæði Pepperoni
1 pakki Kjarnafæði pizzuskinka
1 pakki Kjarnafæði baconkurl
1 stk 620 gr. nautgripahakk frá Kjarnafæði
1 stk rifinn ostur (eða til að spara safna saman afgöngum af oststykkjum, frysta og rífa svo niður frosinn)

Pizzudeig:

250 g  hveiti 
1 tsk  þurrger 
150 ml  volgt vatn 
1/2 tsk  (hrá)sykur 
1 tsk  salt 
2 tsk  ólífuolía 

 Aðferð:

 1. Blandið hveiti og þurrgeri í stóra skál.
 2. Bætið vatninu, sykri, salti og olíu smátt og smátt saman við hveitiblönduna og hnoðið deigið vel. Hvolfið deiginu á borðplötu og hnoðið þar til það er slétt og sprungulaust í 5-7 mínútur.
 3. Setjið deigið í hveitistráða skál og plastfilmu eða blautan klút yfir. Látið deigið hefast í 45 mín - 1 klst. áður en það er flatt út.

Pizzusósa:

1 dós  niðursoðnir tómatar 
2 geirar  hvítlaukur 
1 tsk  oregano 
½ tsk  basil 
1 stk  grænmetiskraftur 
1 tsk  sykur 

*salta og pipra eftir þörfum

Aðferð:

 1. Allt sett í pott og látið malla í nokkrar mín (án loks) þar til sósan þykknar.
 2. Bragðbætt með salti og pipar og kælt.

  Aðferð við að setja á pizzuna, frekar mikilvægt:

  1. Steikið hakkið sér (gott að brjóta það ekki of mikið í sundur og muna bara að steikja þá frekar vel, þá fást stórir og matarmiklir bitar)
  2. Baconkurlið steikt en samt ekki með hakkinu. Munið að þerra það með pappír áður en haldið er áfram í næstu skref
  3. Pizzudeigið flatt út og sósan smurð á.
  4. Skinkan sett fyrst
  5. Baconkurlið því næst stráð yfir.
  6. Osturinn rifinn og honum stráð yfir.
  7. Nautahakkinu svo dreift yfir ostinn 
  8. Að síðustu setjum við svo alvöru Kjarnafæði pepperoni yfir, því meira því betra!
  9. Pizzan bakast í 200°C heitum ofni í ca 10 mín á blæstri eða þangað til hún er orðinn falleg á litinn.
  10. Athugið að sjálfsögðu má bæta við hinum ýmsu kryddum eftir smekk, t.d. oregano og eða smá chilli duft mun engan svíkja.

Frekari upplýsingar:

Verði ykkur að góðu!