Girnilegt humarpasta

Girnilegt humarpasta
Girnilegt humarpasta
Skelfletið humarinn og takið svarta þráðinn úr miðju humarhalans. Létt steikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauk. Sjóðið á meðan í potti tagatelli, gott er að setja 2tsk salt í pottinn.

Innihald:

  • 4 skammtar Tagatelli pasta
  • 20stk litlir humarhalar
  • 300ml humarsoð
  • Svartur pipar
  • Hvítlaukur 
  • 1stk Rauðlaukur 
  • 1stk Paprika 
  • Og það grænmeti sem er til í ísskápnum 
  • 100g Feta ostur 
  • Parmessan ostur eftir smekk

Aðferð:

Skelfletið humarinn og takið svarta þráðinn úr miðju humarhalans.

Létt steikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauk

Sjóðið á meðan í potti tagatelli, gott er að setja 2tsk salt í pottinn .

Passið að sjóða pastað ekki lengur en stendur á umbúðunum.

Létt steikið svo það grænmeti sem er til, t.d. rauðlauk, lauk,paprika osfr.

Hitið humarsoð og, þykkið með ögn af maijzna mjöli hrærðu með ögn af vatni
notið sem sósu yfir pastað.

Frábært er að nota humarsúpu sem hentar ekkert síður sem sósa. Sparar mikinn
tíma að frysta afgang af humarssúpu og nota svo eftir þörfum.

Blandið því næst humrinum, grænmetinu og ostinum saman.

Borið fram með einföldu fersku salati, og baguette brauði.
 

Verði ykkur að góðu!