Lambalærissneiðar með sítrónu og mintu

Íslendingar eru farnir að grilla ársins hring, ólíkt því sem áður var. Hér er einföld og þægileg grískættuð uppskrift. Góðar steiktar en enn betri grillaðar.

Íslendingar eru farnir að grilla ársins hring, ólíkt því sem áður var. Hér er einföld og þægileg grískættuð uppskrift. Góðar steiktar en enn betri grillaðar.

4 stk  Lambalærissneiðar
1 stk  Hvítlauksrif (saxað)
1 búnt  Vorlaukur (saxaður)
1 tsk  Mintulauf  (söxuð)
1 stk  Sítróna, safi og börkur 
4 msk  Jómfrúarólífuolía 
 

Salt og svartur pipar

  • Blandið saman hvítlauk, vorlauk, mintu, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki og ólífuolíu.
  • Skerið í fitulagið á lærissneiðunum með jöfnu millibili (til þess að það verpist ekki þegar grillað/steikt er) og raðið þeim á djúpan bakka, þannig að vel fari um hverja sneið.
  • Hellið kryddlögnum yfir kjötið, hyljið bakkann með plastfilmu og geymið í kæliskáp yfir nótt.
  • Grillið sneiðarnar á útigrillinu eða steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
  • Gott að bera lærissneiðarnar fram með hvítlaukssósu, bökuðum kartöflum og góðu grænmeti.

Auðvitað má nota annað lambakjöt en lærissneiðar, ss. kótelettur eða framhryggjasneiðar.

Verði ykkur að góðu!

Frekar upplýsingar: