Steinbítur og risa rækjur með grillaðri sítrónu

Steinbítur og risa rækjur með grillaðri sítrónu
Steinbítur og risa rækjur með grillaðri sítrónu
Skemmtilegur fiskréttur sem hægt er að baka í ofni eða grilla á spjóti.

Innihald:

  • 4 stk steinbítsbitar
  • 16 stk risarækjur
  • 1 búnt dill
  • 2 stk papríkur
  • 2 sítrónur
  • 50 gr smjör
  • 20 stk litlar kartöflu smælk
  • 100 ml ólífuolí extra virgin
  • ½ graslaukur

Aðferð:

kryddið steinbítinn á bökunarblötu með bökunarpappír undir. Bakið í 150 gráðu
heitum ofninum ( eða grillinu með sítrónu í bátum) í ca 7 mín bætið svo papríkunum
og fennel bætt ofan á fiskinn í lok eldunar tímans, færið upp á disk líka má grilla
þennan rétt og er þá best að setja hráefnið á spjót.

Skolið kartöflurnar og setjið þær í pott með köldu söltu vatni sjóðið þær við vægan
hita þar til þær eru orðnar soðnar í gegn.

Takið kartöflurnar upp úr vatninu, skerið síðustu 3 stilkana af dillinu og veltið
kartöflunum upp úr því og smjörinu kryddið til með salti.

Gefið með steinbítnum.


Verði ykkur að góðu!