Létt grafin kóríander,dill og sítrónu lax

Létt grafin kóríander,dill og sítrónu lax
Létt grafin kóríander,dill og sítrónu lax
Blandið öllum kryddum saman og stráið 1/3 af blöndunni í botninn á bakka. Leggið laxaflakið í bakkann þannig að roðið snúi niður og stráið svo restinni af kryddinu yfir flakið og lokið bakkanum vel með plastfilmu.

Innihald:

  • 1/2 kg Laxaflak
  • 100 g Salt
  • 70 g Sykur
  • 10 g (ca 1⁄2 tsk) Svartur pipar
  • 1 msk Fennel duft
  • 1 msk Kóríander duft
  • 3 msk Dill
  • Sítrónubörkur af 1 sítrónu

Aðferð:

Blandið öllum kryddum saman og stráið 1/3 af blöndunni í
botninn á bakka. Leggið laxaflakið í bakkann þannig að roðið
snúi niður og stráið svo restinni af kryddinu yfir flakið og
lokið bakkanum vel með plastfilmu.

Látið standa úti á borði í 3 klst og síðan inni í kæli í 24 klst. Þá er flakið
hreinsað undir köldu vatni og þerrað á pappír.

Loks er fersku dilli stráð yfir og svo laxinn sneiddur þunnt og borinn fram með
graflaxsósu og ristuðu brauði.


Verði ykkur að góður!